Fylgja minningarsíðu
Bjarki Fannar Björnsson
Fylgja minningarsíðu
10. maí 1996 - 8. desember 2025
Andlátstilkynning
Elskulegur sonur okkar og bróðir lést í bílslysi 8 desember
Útför
Útför fór fram í kyrrþey.
Aðstandendur
Björn Guðmundsson, Birna Björg Sigurðardóttir, Þorbjörg Hildur og Bjarney Björt
Þakkir
Fjölskyldan þakkar fyrir hlýhug og fallegar kveðjur
Minning
Elsku stràkurinn minn❤️. Ég er svo endalaust þakklát fyrir að hafa fengið að vera mamma þín elsku drengurinn minn. Hafa fengið að vera með þér í næstum þrjátíu ár en hefði svo viljað að árin okkar saman hefðu orðið svo mikið,mikið fleiri. Að þurfa að sætta sig við þennan óhugsandi atburð að þú sért ekki lengur hjá okkur er óendanlega sár. Þetta er eins og vera í martröð sem maður vaknar ekki upp af, svo skrítið og óraunverulegt. En til að ná utan um andlát þitt og ná einhverjum tökum á breyttri tilveru þarf fjölskyldan þín sem elskaði þig svo óendanlega mikið að líta til baka og dvelja í fortíðinni og minnast alls hins góða. Svo þakklát fyrir að þú varst nógu lengi í maganum hennar mömmu þinnar til að vera nógu þroskaður til að geta dafnað og stækkað sem ungabarn og orðið stór og sterkur strákur. Að fá að fylgjast með þér og systrum þínum í uppvextinum hefur verið líf mitt og yndi sem ég er svo þakklát fyrir. Best í heimi að hafa fengið að verða mamma ykkar. Ég er svo þakklát fyrir að við fluttum í Fellabæinn og þið systkinin fenguð að alast upp út á landi í litlum skóla, endalaust fjör og gleði, nóg af vinum, fótboltinn,náttúran og yndislegt umhverfi að alast upp í. Svo kom Bangsi í fjölskylduna, hundurinn okkar allra, sem studdi þig og þú að passa upp á hann og hann þig og okkur öll, svo gagnkvæm vinátta. Þú varst svo mikið náttúrubarn og elskaðir að fara út í móa og labba að staurnum með Bangsa og stundum fóru hundurinn Kolbeinn og Burkni með. Svo þakklát fyrir allt starfsfólkið í skólaumhverfinu, fótboltanum og tónlistarskólanum sem var að kenna þér og hjálpa til að koma þér til manns. Það þarf heilt þorp til að ala upp barn. Lyftingar voru mikið áhugamál og þú stundaðir þær þar sem hentaði hverju sinni, meira að segja voru lyftingagræjurnar þínar í eldhúsinu hennar mömmu þinnar en það var bara fínt ef þú notaðir þær. Þú spilaðir líka á gítar og það gaf þér mjög mikið. Last bækur,Harry Potter og Eragon voru lesnar óteljandi sinnum og þú hefur alla tíð lesið mikið. Þér fannst gaman að, tefla, spila tölvuleiki,fara í bíó,fara í gōnguferðir og út að borða góða steik. Mamma þín er svo þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri þegar veikindi þín fóru að banka upp á að fá að hjálpa þér, svo endalaust þakklát fyrir að heilbrigðiskerfið greip þig og okkur fjölskylduna. Yndislegi Laugarásinn með öllu dásamlega fólkinu sem þar helgar sig að vinna með ungu fólki sem er að veikjast og tekur utan um einstaklinga og fjölskyldur og gefur von. Takk. Þakklát fyrir æskuvinina sem fóru aldrei og voru alltaf tilbúnir Allar stundirnar okkar, brosið þitt og hvað þú varst góð manneskja, og annt um fjölskylduna þína, vinina og Bangsa. Þú eldaðir fyrir okkur dýrindis máltíðir, keyptir alltaf fyrstur jólagjafirnar og við fundum svo sterkt hvað þú elskaðir fjölskylduna þín og við þig.
Bæta við leslista