15. maí 2025
Hvernig getur þú stutt vini og vandamenn þegar þau missa ástvin?

Að missa ástvin er einhver erfiðasta lífsreynsla sem einstaklingur gengur í gegnum. Þegar einhver í kringum okkur syrgir, getur verið erfitt að vita hvernig best er að styðja viðkomandi. Þó að við getum ekki tekist á við sorgina fyrir þá sem syrgja, getum við gert margt til að létta undir með þeim á þessum erfiðu tímum.
1. Vertu til staðar
Oft er mikilvægasti stuðningurinn einfaldlega að vera til staðar. Stundum þarf ekki mörg orð – að hlusta, gefa knús eða einfaldlega vera í návist hins syrgjandi getur verið dýrmætara en nokkuð annað. Þau sem missa ástvin geta fundið fyrir einangrun, svo litlir hlutir eins og stutt heimsókn, skilaboð og símtal geta skipta miklu máli.
2. Hjálpaðu við utanumhald útfarar
2. Hjálpaðu við utanumhald útfarar
Skipulagning útfarar getur verið yfirþyrmandi álag fyrir aðstandendur. Ef þú getur, bjóðstu til að hjálpa með einhver atriði sem þarf að undirbúa fyrir útförina, svo sem:
- Samskipti við útfararstofu
- Val á blómum og sálmaskrá
- Skipulag erfidrykkju
- Akstur fyrir gesti
- Skrifa minningargrein eða safna saman myndum
Að fá aðstoð við þessi verkefni getur gert ferlið síður yfirbugandi fyrir syrgjendur.
3. Komdu með mat eða aðra hagnýta aðstoð
Þegar fólk syrgir getur orkan til takast á við dagleg verkefni minnkað verulega. Eitt það þægilegasta og nytsamasta sem vinir og vandamenn geta gert er að færa fólki mat. Hægt er að bjóða heitan kvöldverð, baka brauð eða einfaldlega koma með nesti sem hægt er að grípa í. Einnig getur verið hjálplegt að bjóðast til að sinna heimilisstörfum eins og að sjá um þvott, þrif eða önnur húsverk sem geta safnast upp þegar sorgin tekur yfir.
Andlátstilkynning á Minningar.is
Þegar andlát er tilkynnt á Minningar.is verður samtímis til minningarsíða. Umsjónaraðili getur alltaf breytt henni og bætt hana síðar. Einu upplýsingarnar sem þurfa að vera til staðar fyrir andlátstilkynningu á Minningar.is eru nafn hinnar látnu manneskju, fæðingardagur, dánardagur og texti andlátstilkynningar.
4. Gefðu þeim stund til að minnast hins látna
Fyrir mörg er mikilvægt að tala um og minnast ástvinarins sem er mjög þarft að gera, frekar en að forðast umræðuna. Spurðu aðstandendur hvort þau vilji deila minningum, skoða saman myndir eða setja saman myndaalbúm. Þrátt fyrir að sum kjósi að tjá sig ekki strax, getur það verið hjálplegt síðar meir.
5. Sýndu þolinmæði og stuðning til lengri tíma
Sorg hverfur ekki eftir nokkrar vikur. Mörg finna fyrir mestu einangruninni eftir því sem tíminn líður og áhuginn minnkar hjá öðrum. Hafðu samband jafnvel mörgum mánuðum seinna, bjóddu í kaffi, gönguferð eða einfaldlega sendu skilaboð sem minna viðkomandi á að þú ert til staðar.
Að veita stuðning getur verið einfalt en það er áhrifaríkt – litlu hlutirnir skipta oft mestu máli. Sorg er persónulegt ferli og þrátt fyrir að engin þekkt lausn sé til þess að lina hana, geta vinir og vandamenn gert reynsluna örlítið léttbærari með hjálpsemi, skilningi og samkennd.
Stofnun minningarsíðu á Minningar.is
Þegar búið er að stofna minningarsíðu á Minningar.is má með einföldum hætti deila henni á samfélagsmiðlum og tilkynna þannig andlátið í samfélaginu. Á minningarsíðu á Minningar.is koma einnig fram upplýsingar um útför ef fólk kýs að auglýsa hana. Eins má setja hlekk á streymi frá útförinni sé henni streymt á netinu.
Kyrrþey
Ef útförin fer fram í kyrrþey mælum við með því að stofna minningarsíðu á Minningar.is að athöfn lokinni.